Norðurá bs óskar eftir verkstjóra við urðunarstaðinn Stekkjarvík

Norðurá bs óskar eftir verkstjóra við urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós

 

Tímabil starfs:            1. september – 31. desember 2022

(með möguleika á áframhaldandi starfi)

 

Starfsheiti:                 Verkstjóri

 

Starfshlutfall:             100%

                       

Lýsing á starfinu:        Í starfinu felst almenn umsjón með rekstri urðunarstaðarins, stjórn á starfsmannahaldi móttaka, vigtun og skráning á sorpi til urðunar og skil á upplýsingum um magn og annað sem varðar rekstur staðarins. Einnig vinna á sorptroðara og öðrum vinnuvélum við frágang í urðunarhólfi. Um er að ræða afleysingastarf en góðar líkur á áframhaldandi starfi að afleysingatíma loknum.

 

Menntunarkröfur:     Vinnuvélaréttindi

 

Hæfniskröfur:             Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er skipulagður og sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi og hefur snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi.

Lögð er áhersla á að viðkomandi sé úrræðagóður og stundvís.

Gerð er krafa um vinnuvélaréttindi og almenna tölvukunnáttu ásamt því að viðkomandi geti unnið sjálfstætt.

Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði.

Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi kostur svo og reynsla af viðhaldi og viðgerðum vinnuvéla.

 

Vinnutími:                  Dagvinna

 

Launakjör:                   Laun og önnur starfskjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur:      Er til og með 28. júní 2022

 

Nánari upplýsingar:  Magnús B. Jónsson, s: 899 4719, mbjorn@simnet.is

 

Umsóknir:                   Umsókn ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið mbjorn@simnet.is

 

 

Almennt:                    Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík er móttökustaður fyrir úrgang af Norðurlandi. Mikil áhersla er lögð á góða umgengni og virðingu fyrir nánasta umhverfi.

Árlega er tekið á móti 20-26 þús. tonnum af sorpi til urðunar. Ársverk á staðnum eru 3-4 og felst starfsemin í móttöku úrgangsins, skráningu á magni og frágangs á honum. Í urðunarhólfi er unnið  með vinnuvélum, hluti af starfseminni er einnig viðald og umhirðu tækja og búnaðar. Vinnuvélar á staðnum eru sorptroðarar, beltagrafa, hljólaskófla og traktorsgrafa. Brennslustöð fyrir metangas er á staðnum og síubúnaður með siturbeði fyrir sigvatn. Hlutverk verkstjóra er m.a. að sjá til að þessi búnaður allur virki og sé í lagi. Á næstu misserum er gert ráð fyrir stækkun urðunarhólfsins og uppsetningu á brennslustöð fyrir aukaafurðir dýra.