Deiliskipulag

Stjórn Norðurár bs óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir urðunarsvæði í Stekkjarvík þar sem fyrirhugað er að byggja vélageymslu á byggingarreit nærri urðunarhólfinu. Deiliskipulagið hefur verið afgreitt í skipulagsnefnd Blönduósbæjar og hefur nefndin samþykkt að auglýsa deiliskipulagið. Væntingar standa til að bygging vélageymslu geti hafist síðsumars.