Stofnupplýsingar

STOFNSAMNINGUR

Norðurá bs.

I. KAFLI Stofnun og hlutverk

1. gr.

Byggðasamlagið heitir Norðurá bs. Heimili þess og varnarþing er á Sauðárkróki. Það er stofnað í samræmi við ákvæði VII. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um samvinnu sveitarfélaga við framkvæmd einstakra verkefna.

2. gr.

Tilgangur byggðasamlagsins er að annast móttöku og förgun úrgangs fyrir aðildarsveitarfélög. Undanskilin er sorphirðing og flutningur úrgangs á móttöku- eða förgunarstaði byggðasamlagsins.

 

3. gr.

Verkefni byggðasamlagsins eru þessi:
1.      Að annast móttöku og förgun sorps fyrir aðildarsveitarfélög og fyrirtæki sem starfa á svæðinu annað hvort með brennslu eða urðun eftir því sem eigendur ákveða. Í því felst m.a.:

I.       Þegar um brennslu væri að ræða:

a)            Samningar við verktaka um byggingu og rekstur sorpbrennslustöðvar.

b)           Milliganga um afsetningu orkunnar og samningar við Umhverfisstofnun um endurvinnslugjöld.

II.  Þegar um urðun væri að ræða:
a)       Gerð samnings um afnot lands fyrir urðunarstað.

     b)       Frágangur á urðunarstað í samræmi við kröfur í starfsleyfi.
c)       Daglegur rekstur urðunarstaðarins.

 

2.      Að annast uppsetningu og rekstur gámastöðva eða gera samninga við verktaka um það. Í því felst m.a.:

a)    Gerð lóðasamninga við viðkomandi sveitarfélag um gámstöðina.

b)   Uppbygging stöðvarinnar

c)    Daglegur rekstur þmt. mannahald og gámaleiga eða kaup á gámum.

 

 

3. Að reka móttökustöð fyrir brotamálma. Í því felst:
a)       Samningur við viðkomandi sveitarfélög um afnot lands fyrir móttöku- og geymslustað fyrir brotamálma.
b)       Frágangur á svæðinu í samræmi við ákvæði í starfsleyfi á hverjum tíma.
c)       Daglegur rekstur móttökustaðarins.
d)       Gerð samnings eða samninga við aðila um förgun, brottflutning og/eða endurnýting brotamálmanna.


4. Að setja upp og reka móttökustöðvar fyrir spilliefni. Í því felst:

a)      Kaup á sérstökum spilliefnagámum og öðrum búnaði til geymslu og flutninga spilliefna.
b)      Samningar við viðkomandi sveitarfélög um afnot lóða undir móttökustöðvarnar.
c)       Frágangur á svæðunum í samræmi við ákvæði í starfsleyfum.
d)      Daglegur rekstur móttökustöðvanna.
e)       Gerð samninga um móttöku og förgun spilliefnanna.
f)       Gerð samnings um flutning spilliefna til förgunaraðila.

 

5.      Að skipuleggja svæði til förgunar seyru og úrgangs frá hreinsistöðvum og rotþróm.

 

6.       Að stuðla að aukinni endurnýtingu og minnkun úrgangs og kynna leiðir til þess fyrir almenningi og fyrirtækjum.

 

7.      Að hafa samstarf við aðila sem starfa að endurvinnslu.

 

8.      Að kynna fyrirtækjum og almenningi tilhögun á móttöku úrgangs.

9.       Að gera fyrir hönd aðildarsveitarfélaga 12 ára áætlun um meðhöndlun úrgangs samkvæmt 8. gr. reglugerðar 737/2003

 

 

4. gr.

         Stjórn byggðasamlagsins er heimilt að gera samninga við verktaka um framkvæmd fyrrgreindra þátta fyrir hönd byggðasamlagsins. Slíka ávörðun skal þó bera upp á eigendafundi sbr. 13. gr.

 

5. gr.

Stofnendur byggðasamlagsins eru eftirtalin sveitarfélög og skiptist hlutdeild þeirra við stofnun skv. íbúatölu 1. desember 2004:

 

Sveitarfélag:

Íbúafjöldi   1.12.2004

Hlutfall

Skagafjörður

 

 

Sveitarfélagið   Skagafjörður

            4.141    

64,47%

Akrahreppur

              215    

3,35%

 

 

 

Héraðsnefnd   A-Hún:

 

 

  •   Áshreppur

                73    

1,14%

  •   Blönduósbær

              917    

14,28%

  •   Bólstaðarhlíðarhreppur

              113    

1,76%

  •   Höfðahreppur

              562    

8,75%

  •   Sveinsstaðahreppur

                93    

1,45%

  •   Skagabyggð

              101    

1,57%

  •   Svínavatnshreppur

              116    

1,81%

  •   Torfalækjarhreppur

                92    

1,43%

 

            6.423    

100,00%

 

 

II. KAFLI Stofnframlag, rekstur, ábyrgð o.fl.

 

6. gr.

Stofnfé byggðasamlagsins er 20 milljónir króna. Verði þörf á aukningu stofnfjár skal stjórnin gera tillögur þar að lútandi til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna. Eigendur leggja stofnfé fram í hlutfalli við íbúatölu þeirra miðað við 1. desember næsta ár á undan greiðsluári.

 

7. gr.

Rekstrartekjur byggðasamlagsins skulu standa undir kostnaði við reksturinn og skal gjaldskrá miðast við það. Helstu tekjuliðir eru:  

1. Gjöld fyrir móttöku og eyðingu sorps, spilliefna og annarra efna sem gjaldskrá kveður á um.

2. Söluverð efna úr sorpi til endurvinnslu, svo og orka sem unnin er úr sorpi eftir því sem hagkvæmt þykir.

3. Endurvinnslugjöld.

4. Þóknun fyrir þjónustu eða umsjón með einstökum verkefnum sem byggðasamlaginu verða falin.

 

Gert er ráð fyrir að sveitarfélög þau sem aðild eiga að byggðasamlaginu muni fyrstu þrjú árin greiða rekstrarframlög en gjaldskrá fyrir þjónustu byggðasamlagsins taki gildi á því tímabili. Rekstrarframlög sveitarfélaganna fari eftir íbúafjölda á sama hátt og stofnframlög.

 

8. gr.

Sveitarfélög þau, sem aðild eiga að byggðasamlaginu bera einfalda ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum þess gagnvart kröfuhöfum. Innbyrðis skiptist ábyrgðin í hlutfalli við íbúafjölda. Sama gildir um ábyrgðarveitingar vegna urðunarstaðar skv. reglugerð þar um.

 

III. KAFLI Kosning stjórnar, hlutverk o.fl.

 

9. gr.

Stjórn byggðasamlagsins er skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Skal stjórnin kosin af fulltrúum aðildarsveitarfélaganna á ársfundi ár hvert . Stjórn byggðasamlagsins skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn skiptist þannig að tveir fulltrúar komi úr Skagafirði en einn úr A-Hún. Sama gildi um varamenn í stjórn.

 

10. gr.

Stjórnin heldur fundi svo oft sem þurfa þykir og eigi færri en fjóra árlega. Skylt er að halda fund ef tveir stjórnarmanna æskja þess. Um boðun funda, fundarsköp og ályktunarhæfni stjórnar gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, eftir því sem við á, sjá einkum II. og IV. kafla laganna, sbr. og fyrirmynd félagsmálaráðuneytis að fundarsköpum sveitastjórna. Sama er um réttindi og skyldur stjórnarmanna, sbr. III. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

 

11. gr.

Formaður stjórnar stýrir fundum hennar. Stjórnin kýs fundarritara úr sínum hópi eða ræður sérstakan fundarritara. Formaður stjórnar skal sjá um að fundargerðir séu skipulega færðar í sérstaka gerðabók, m.a. að þar séu skráð öll framkomin mál og hvaða afgreiðslu þau hljóta. Fundargerðir stjórnar skulu sendar aðildarsveitarfélögum ásamt fjárhagsáætlun og ársreikningum.

 

12. gr.

Hlutverk stjórnar byggðasamlagsins er:
a)       Að ákveða hvernig framkvæmdastjórn fyrir byggðasamlagið er háttað.
b)      Að sjá um allan daglegan rekstur.
c)       Að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri byggðasamlagsins, sjá um að fylgt sé lögum og reglugerðum, sem starfsemin heyrir undir og sjá um að gerðar séu áætlanir um rekstur félagsins til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega skal stjórnin gæta þess að nægilegt eftirlit sé með bókhaldi og fjármunameðferð og skal hún gera tillögur til eigenda um þau framtíðarmarkmið, sem stefnt er að á hverjum tíma.
d)      Gerð fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlun skal skipta annarsvegar í rekstraráætlun, þar sem tilgreind eru áætluð rekstrarútgjöld og rekstrartekjur og hinsvegar áætlun um eignabreytingar, þar sem tilgreindar eru allar áætlaðar eignabreytingar, s.s. fjárfestingar, afborganir og lántökur. Fjárhagsáætlun markar fjármálastjórn stjórnarinnar á reikningsárinu, og skal tekjuöflun og ráðstöfun fjármagns vera í samræmi við hana, svo sem kostur er.
e)       Stjórn byggðasamlagsins skal fyrir 1. júní ár hvert leggja fram skýrslu stjórnar, endurskoðaða ársreikninga byggðasamlagsins, og gera grein fyrir fjárhagslegri stöðu og framkvæmdaáætlunum.
f)       Að koma fram fyrir hönd félagsins gagnvart dómstólum og stjórnvöldum.
g)       Að gera tillögur til eigenda um breytingar á stofnfé.
h)      Að gera tillögur til eigenda um gjaldskrá fyrir þjónustu byggðasamlagsins.

 

13. gr.

Ársfund sem fulltrúar aðildarsveitarfélaganna eru boðaðir á skal halda fyrir lok apríl ár hvert. Á fundinum skal leggja fram skýrslu stjórnar, ársreikning næstliðins árs og gera grein fyrir starfsáætlun og fjárhagsáætlun  svo og öðrum áætlunum sem stjórn byggðasamlagsins ákveður.

Komi til fjárfestinga sem eru skuldbindandi eða íþyngjandi fyrir aðildarsveitarfélögin skal boða til eigendafundar þar sem fulltrúi eða fulltrúar aðildarsveitarfélaganna hafa atkvæðavægi í samræmi við aðild sína skv. íbúatölu sbr. 6.gr. Samþykki ¾  hluta atkvæðavægis þarf til að ákvarðanir/ tillögur stjórnar um fjárfestingar, ólögbundin útgjöld eða meiri háttar skuldbindingar öðlist gildi.

Ársreikningar byggðasamlagsins skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, sem stjórnin ræður. Heimilt er stjórn byggðasamlagsins að kjósa skoðunarmenn sbr. 68.–71. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

 

IV. KAFLI Endurskoðun o.fl.

14. gr.

Samning þennan skal endurskoða á 5. ára fresti eða ef meirihluti eigenda krefst þess á eigendafundi. Fyrsta endurskoðun samningsins skal þó fara fram eigi síðar en 1. september 2006. Um endurskoðun samningsins gilda ákvæði VII. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Gangi sveitarfélag úr byggðasamlaginu eða verði það lagt niður gilda ákvæði 84. og 85. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Við mat á eignarhlut skal jafnframt meta og framvirðisreikna skuldbindingu sem kann að felast í samningum eða ákvæðum laga og reglugerða um urðun og eyðingu sorps. 

 

Þannig samþykkt af aðildarsveitarfélögum á stofnfundi á Blönduósi 5. desember 2005.

 

Breyting samþykkta gerð á ársfundi í Varmahlíð, 28. mars 2007.

 

Fyrir hönd stjórnar byggðasamlagsins

 

 

 

__________________________________          

Magnús B. Jónsson