Starfsreglur við móttöku sorps

Starfsreglur við móttöku sorps

  1. Flutningsaðili ber ábyrgð á þeim farmi sem hann flytur inn á urðunarstaðinn þar til hann hefur verið móttekinn.
  2. Sérstaklega er bent á að við flutning á lífrænum úrgangi frá sláturhúsum og flutning á dýrahræjum þarf að tryggja að flutningsbúnaður sé ekki lekur.
  3. Flutningsaðila ber að tilkynna um flutning á sorpi með hæfilegum fyrirvara til að tryggja að móttaka sé möguleg.
  4. Rekstraraðili Stekkjarvíkur áskilur sér rétt til að loka urðunarstaðnum þegar vindstyrkur fer yfir 12 m/sek. eða vindátt stendur þannig að losun sorps sé ekki viðráðanleg.
  5. Við komu á urðunarstaðinn fer fram vigtun og skráning ásamt greiningu á gerð farms og uppruna hans. Starfsmenn í þjónustuhúsi sjá um skráningu í samstarfi við flutningsaðila.
  6. Losun farms fer fram samkvæmt ákvörðun starfsmanna á urðunarstaðnum.
  7. Flutningsaðili fær útprentaðan og undirritaðan vigtarseðil þegar farartæki hefur verið vigtað tómt við útakstur af svæðinu.
  8. Flutningsaðilum ber að virða opnunartíma urðunarstaðarins.