Stærð og gerð urðunarstaðar

Magntölur og stærðir

Lóð urðunarsvæðisins er 30 ha en fyrsti áfangi urðunarhólfs er 2,7 ha. Samtals verða um 6 ha teknir undir urðunarhólf í fjórum áföngum. Hólfið er 20 m djúpt og útgrafið jarðefni í 1. áfanga er 390.000 m3. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi endist í allt að sex ár en næstu áfangar hlutfallslega betur þar sem miðja hólfsins, sem verður fyllt upp í lokin, er hluti af fyrsta áfanga. Á árinu 2012 var grafið sérstakt hólf fyrir sláturúrgang. Var sú leið valin að grafa þann hluta hólfsins sem var áætlaður í síðasta áfanga. Hólfið er að rúmtaki um 35.000 m3 og gert ráð fyrir að mögulegt sé að urða allt að 21.000 tonn af sláturúrgangi í því á næstu árum.

Þjónustuhús er um 65 m2 og þjónustuplan við það 1.200 m2. Bílvog er 18,3 m og miðast við allt að 100 tonn.