Daglegur rekstur

Daglegur rekstur

Starfsmenn urðunarstaðarins eru þrír og er sorpmóttaka opin alla virka daga. Ekki er ætlast til að einstaklingar komi með sorp til urðunar heldur nýti sér næstu móttöku- eða flokkunarstöðvar sorps. Viðskiptavinir Norðurár bs. eru því fyrst og fremst rekstraraðilar móttökustöðvanna og aðrir stærri úrgangslosendur.

Þeir sem annast flutning á sorpi bera ábyrgð á að farmur sem komið er með til urðunar innihaldi einungis það sem leyfilegt er að urða í Stekkjarvík samkvæmt gildandi starfsleyfi.

Upptökusvæði úrgangs sem tekið er á móti í Stekkjarvík, er að mestu leyti Norðurland. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. 

Lífgasi hefur verið dælt upp úr urðunarsvæðinu síðan í nóvember 2018 og því brennt í sérstakri brennslustöð. Efnainnihald gass mælist þannig að 31,6% er metangas og 30% koltvíoxíð. Gas sem dælt er mælist 30-40 m3 /klst.